top of page

UM INDÍÖNU RÓS

IMG_1660-Edit.jpg

Indíana Rós er kynfræðingur með M.Ed gráðu í kynfræði frá Widener University í Bandaríkjunum, þar sem hún útskrifaðist með topp einkun og fékk auk þess Konstance McCaffree Community Service Leadership viðurkenninguna fyrir störf sín.

 

Hún lauk BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 þar sem lokaverkefni hennar fjallaði um sjálfsfróun kvenna.

 

Hún er starfandi formaður Kynís (Kynfræðifélag Íslands) og hefur setið í stjórn frá árinu 2014.

Indíana hefur verið með kynfræðslu frá árinu 2016 fyrir ýmissa hópa víðsvegar um landið. Þar á meðal fyrir félagsmiðstöðvar, grunnskóla, framhaldskóla, háskóla, foreldra og vinahópa á öllum aldri. Indíana leggur áherslu á að öllum finnist þau velkomin í fræðsluna og hafi jafnframt gaman og líði vel á meðan fræðslu stendur. Fræðslan er hinseginvæn og tekur tillit til allskonar kynlífs og sambanda.

Hægt er að hafa samband í gegnum tölvupóst til að bóka fræðslu eða til þess að fá frekari upplýsingar.

Indianaros@indianaros.is

bottom of page