
Indíana Rós
Kynfræðingur
Kynfræðsla og ráðgjöf
Indíana Rós útskrifaðist árið 2020 með M.Ed.-gráðu í kynfræði frá Widener University í Bandaríkjunum. Hún lauk námi með framúrskarandi árangri og hlaut Konstance McCaffree Community Service Leadership-viðurkenninguna fyrir samfélagslegt frumkvæði og leiðtogahæfni.
Hún lauk B.Sc.-gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016, þar sem lokaverkefni hennar fjallaði um sjálfsfróun kvenna.
Indíana er í stjórn Kynfræðifélags Íslands, Kynís, og hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2014, þar af sem formaður frá 2019-2024.
Frá árinu 2016 hefur Indíana sinnt kynfræðslu fyrir fjölbreytta hópa um allt land. Hún býður upp á fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur í félagsmiðstöðvum, grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum, auk þess sem hún heldur fræðsluerindi fyrir foreldra, fagfólk og vinahópa á öllum aldri. Einnig býður hún upp á kynfræðslu og ráðgjöf fyrir einstaklinga og pör, auk ráðgjafar til skóla, sveitarfélaga og stofnana.
Indíana heldur úti eigin hlaðvarpi, skrifar pistla og kemur reglulega fram í fjölmiðlum þar sem hún fjallar um málefni sem tengjast kynlífi, kynverund og kynheilbrigði.
Hún leggur ríka áherslu á að allri fræðslu sé hagað þannig að hún taki mið af fjölbreytileika og að öllum líði vel. Fræðslan er ætíð hinseginvæn og tekur tillit til fjölbreytileika í kynlífi, líkamsgerð og samböndum.

