Hvert get ég leitað?
top of page

Hvert get ég leitað?

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis

🇮🇸

Staðsett á bráðamóttökunni í Fossvogi. Ferð í móttökuna og segir að þú þurfir þjónustu hjá neyðarmóttökunni (vegna kynferðisofbeldis). Markmið móttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. Getur fengið læknisskoðun, aðstoð sálfræðings og lögfræðings. Þú ræður alveg hvaða þjónustu þú þiggur. Gott er að fara sem fyrst eftir brot eða tilraun til brots ef hægt er.
Ef þú býrð ekki á höfuðborgarsvæðinu getur þú alltaf hringt í 112.

Hjálparsími og netspjall 1717.is

🇮🇸

Hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálfélagslegan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi.

Bergið Headspace

🇮🇸

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á þjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu. Til dæmis er hægt að leita þangað ef þér líður illa.

Markmiðið er að bæta líðan og efla virkni ungmenna í samfélaginu.

Ábendingarlína Barnaheilla

🇮🇸

Hægt er að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu sem varðar börn eða er beint gegn börnum og unglingum undir 18 ára aldri.

Heimilisfriður

🇮🇸

Meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem beita eða hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum. Meðferð vegna ofbeldis gegn maka er niðurgreidd og kostar hvert skipti 3.000 kr.

Taktu skrefið

🇮🇸

Úrræði fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þar starfar hópur sálfræðinga með sérþekkingu á þessu sviði sem aðstoða ungmenni og fullorðna.

Réttindagæslumaður
fatlaðra

🇮🇸

Hlutverk réttindagæslunnar er að veita fötluðu fólki viðeigandi stuðning við gæslu réttinda sinna og tryggja að það njóti viðurkenningar sem persónur fyrir lögum.

Stuðningurinn getur falist í:
-Aðstoð við að sækja rétt sinn
-Aðstoð við að fá persónulegan talsmann

Getnaðarvarnir

🇮🇸

Ef þú vilt fá upplýsingar um getnaðarvarnir er þægilegast að fara á sína heilsugæslu.

Þú getur líka alltaf sent skilaboð á netspjallið á Heilsuveru, vef heilsugæslunnar, til að fá frekari upplýsingar um hvað er best fyrir þig að gera. Netspjallið er niður í hægra horninu á Heilsuvera.is.

Athugið að eftir 16 ára aldur máttu nýta alla heilbrigðisþjónustu án vitundar og samþykkis foreldra þinna.

Grunur um óléttu

🇮🇸

Ef þig grunar óléttu (jafnvel með staðfest óléttupróf úr apóteki) er þægilegast að fara á sína heilsugæslu.

Þú getur líka alltaf sent skilaboð á netspjallið á Heilsuveru, vef heilsugæslunnar, til að fá frekari upplýsingar um hvað er best fyrir þig að gera.Netspjallið er niður í hægra horninu á Heilsuvera.is.

Athugið að eftir 16 ára aldur máttu nýta heilbrigðisþjónustu án vitundar og samþykkis foreldra þinna.

Kynsjúkdómapróf

🇮🇸

Ef þú vilt fara í kynsjúkdómapróf (tjékk) er þægilegast að fara á sína heilsugæslu.

Þú getur líka alltaf sent skilaboð á netspjallið á Heilsuveru, vef heilsugæslunnar, til að fá frekari upplýsingar um hvað er best fyrir þig að gera. Netspjallið er niður í hægra horninu á Heilsuvera.is.

Athugið að eftir 16 ára aldur máttu heilbrigðisþjónustu án vitundar og samþykkis foreldra þinna.

Frú Ragnheiður

🇮🇸

Skaðaminnkunarverkefni Rauða Krossins sem öll geta nýtt sér. Markmið er að veita skaðaminnkandi þjónustu til þeirra sem nota vímuefni í æð og/eða eru húsnæðislausir. Þar er boðið upp á skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðis- og nálaskiptiþjónustu.

Neyðarskýli

🇮🇸

Neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk með miklar þjónustuþarfir. Tvö neyðarskýli eru fyrir karlmenn, á Lindargötu og á Granda. Konukot er í hlíðunum og er fyrir konur og kvár.

Kvennaathvarf

🇮🇸

Athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki gætu búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Þjónustan er ókeypis.

Kvennaathvarfið er staðsett í Reykjavík og áAkureyri en er opið fyrir allar konur, óháð búsetu eða lögheimili.
Símaráðgjöf allan sólarhringinn í síma 561 1205. Konur geta hringt og rætt mál sín og fengið stuðning og upplýsingar.

Aldís Þ. Ólafsdóttir

🇮🇸


Sjálfstætt starfandi sálfræðingur með diplómu í kynlífsráðgjöf á Líf og Sál.

Hefur mikla þekkingu á hinsegin málefnum, starfaði sem ráðgjafi hjá Samtökunum '78.

Áslaug Kristjánsdóttir

🇮🇸

Sjálfstætt starfandi kynlífsráðgjafi á stofunni Domus Mentis.

Sigga Dögg

🇮🇸

Sjálfstætt starfandi kynfræðingur. Býður bæði upp á ráðgjöf / fræðslu fyrir einstaklinga og/eða pör í vefviðtölum en einnig fræðslur fyrir ýmsa hópa.

Samtökin 78

🇮🇸

Ráðgjöf og fræðsla varðandi hinsegin málefni.

Hinsegin félagsmiðstöð S78

🇮🇸

Hinsegin félagsmiðstöð S78 og Tjarnarinnar er fyrir öll ungmenni á aldrinum 10-16 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinsegin málefni á einn eða annan hátt.

Foreldrahús

🇮🇸

Vímulaus æska (VÆ) stofnaði Foreldrahús árið 1999 en kjarnastarfsemi þess er ráðgjöf, meðferð og fræðsla.

Þar er starfrækt fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar og foreldranámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga og stuðningsmeðferð fyrir ungmenni í vímuefnavanda.

Náms- og starfsráðgjafi

🇮🇸

Í skólum, öllum að ég held, er starfandi námsráðgjafi. Það er hægt að leita til þeirra til að fá ýmsar upplýsingar og ráðgjöf og oft gott fyrsta skref, ef þú ert sjálft í grunnskóla, eða ef þú átt nemanda í grunnskóla. Upplýsingar um námsráðgjafa og hvernig er hægt að hafa samband er þá vanalega á heimasíðu grunnskólans. Í hlekknum er almennt um námsráðgjafa.

Bráðamóttaka geðsviðs

🇮🇸

Til bráðamóttöku getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma eða hafa tilvísun til að koma. Athugið, alltaf er hægt að hringja í 112 til að fá ráðgjöf og aðstoð.

Skólahjúkrunarfræðingur

🇮🇸

Í skólum, öllum að ég held, er starfandi skólahjúkrunarfræðingur. Það er hægt að leita til þeirra til að fá ýmsar upplýsingar og ráðgjöf og oft gott fyrsta skref, ef þú ert sjálft í grunnskóla eða ef þú átt nemanda þar. Upplýsingar um skólahjúkrunarfræðing, viðveru þeirra og hvernig er hægt að hafa samband er þá vanalega á heimasíðu skólans. Í hlekknum er almennt um hlutverk skólahjúkrunarfræðinga.

Pieta samtökin

🇮🇸

Píeta veitir fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri.

Barnahús

🇮🇸

Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Barnaverndarþjónustur bera ábyrgð á vinnslu slíkra mála og geta óskað eftir þjónustu Barnahúss.

Fræðsla um allskonar

🇮🇸

Hér hef ég tekið saman fullt af allskyns kynfræðsluefni sem tengist kynheilbrigði á einn eða annan hátt.

Veldu flokk/flokka til að auðvelda leitina
Flokka eftir staðsetningu:
Tungumál:
🇮🇸🇺🇸 segir aðeins til um hvort vefsíðan sem hlekkurinn er á er á íslensku eða ensku. Ef ég vísa í þjónustu þá þarf að hafa samband við viðkomandi aðila til að athuga á hvaða tungumáli þau geta veitt þjónustu, þó má áætla að lang flest á Íslandi geta veitt þjónustu bæði á íslensku og ensku.
bottom of page