top of page
< Back

Kynfræðsla fyrir 1. - 4. Bekk

Upplýsingar:

Fræðslan er tvær kennslustundir.

Viðfangsefni fræðslunnar

Í kynfræðslu fyrir yngsta stig þá spjöllum um líkamann, forvitni tengt því, hvernig hann virkar og hvað líkamspartarnir okkar heita. Skoðum öryggi, hvað eru mörk og hvernig við veitum samþykki. Hvað er snerting sem við getum verið örugg með og hvað er (óviðeigandi) snerting sem okkur líður ekki vel með, og hvað getum við þá gert til að fá hjálp. Kynnumst smá hinseginleikanum og hvernig við sýnum öllum virðingu, sama hvernig fólk er og hvern það vill elska. Svo að sjálfsögðu fjöllum við um hreinlæti.

bottom of page