Vont að sofa hjá í fyrsta skiptið?
top of page
  • Writer's pictureIndíana Rós

Vont að sofa hjá í fyrsta skiptið?

Updated: Mar 15

Kynfræðsla í grunnskóla:

Konur og fólk með píku á aldrei að þurfa upplifa sársauka í kynlífi. En það er samt enn normalíserað. Meðal annars í námsefni sem notað er í grunnskólum.



Skjáskot úr bók þar sem er talað er um fyrsta skiptið. Á blaðsíðunni stendur við fyrstu samfarir rofnar meyjarhaftið oft hjá stelpum ef typpi er stungið inn í leggöngin. þessu getur fylgt svolítill sársauki og dálítið blæðing.


Skjáskot af vef Menntamálastofunnar úr bókinni Mannslíkaminn, bls 121 sem er notuð á unglingastigi.



Skoðum þessar fullyrðingar


„Við fyrstu samfarir rofnar Meyjarhaftið“. Þetta er mýta.


Meyjarhaftið er þunn himna sem hylur leggangaopið við fæðingu, hún opnast á fyrstu 18-24 mánuðum ævinnar af sjálfum sér. Hjá aðeins um 1 af 1000 gerist það ekki og fattast oft á unglingsárunum. Þá þarf að grípa þar inn, því túrblóð og útferð verður að komast út.


Hjá meirihlutanum, opnast himnan að sjálfum sér, þynnist út og sléttir úr sér. Á kynþroskaskeiðinu þegar estrógen eykst verður restin af himnunni teygjanleg. 


Teygjanleg þannig að samfarir eiga ekki að valda neinum skaða á þessari himnu sem er eftir. Það á því ekki að valda sársauka og á ekki að blæða við fyrstu samfarir. 


„Skýringin getur verið að líkaminn hafi ekki verið nógu örvaður eða vöðvanir dragist saman“. Þetta er satt.


Það vantar þó frekari upplýsingar svo sársauki í samförum sé ekki normalíseraður því ,,þetta sé skýringin”. Þá mætti bæta við ef þú finnur óþægindi við samfarir þá stoppar þú og lætur bólfélaga vita. Kynlíf á aldrei að valda sársauka. Ef þú ætlar að stunda samfarir er gott ráð að byrja setja fyrst inn fingur áður en typpi fer inn. Sjáðu hvernig tilfinningin er, hvort þetta sé þægilegt fyrir þig og hvort þú viljir halda áfram. Kynlíf er allskonar og typpi þarf ekki að fara inn í leggöng. Við streitu, eins og sum upplifa fyrir fyrstu samfarir, þá geta vöðvanir hjá píkunni dregist saman. Þá þarf nægilegan örvun á snípnum til að gefa leggöngunum og vöðvunum í kring tíma til að undirbúa sig.


Sumir kennarar sem ég hef hitt og nefnt þetta við, vita hvað margt í þessari bók er úrelt og hreinlega sleppa þessum kafla og nýta sér betra kynfræðsluefni. Það þýðir ekki að nemendur muni samt ekki lesa þennan kafla sjálf.


Þá eru aðrir kennarar sem hafa ekki hugmynd um að þetta sé mýta, hafa sjálf ávallt heyrt að kynlíf sé vont í fyrsta skiptið fyrir stelpur og hafa ekki haft neina ástæðu til að sleppa þessum kafla því þessi mýta er svo rótgróin í samfélaginu okkar.


Sum eru þó meðvituð um þessa mýtu og að ræða þetta við unglingana að þetta sé mýta þó þessar upplýsingar séu þarna.


Ef þú upplifir sársauka í samförum þar sem eitthvað fer inn í leggöngin þín, þá er það ekki eitthvað sem þú þarft að sætta þig við, sama hversu oft þú hefur stundað kynlíf.


Þú getur leitað til læknis, kynlífsráðgjafa, kynfræðings, kvenheilsusjúkraþjálfara, og á meðan þú ert að vinna í því sem hefur valdið óþægindum eða sársauka, þá getur þú líka breytt kynlífshandritinu þínu og stundað annars konar kynlíf.


Öll eiga rétt á möguleikanum á unaði í kynlífi.



1 view0 comments
bottom of page