top of page

Efni fyrir kynfræðslu

Er að leita af efni fyrir:
Tegund efnis
Viðfangsefni
🇮🇸 eða 🇺🇸 Fáninn segir til um hvort fræðsluefnið eða síðan sé á íslensku eða ensku.
🇮🇸 or  🇺🇸 The flag tells you if the material in the link is in icelandic or english.

Allar ábendingar um fræðsluefni má senda á indianaros@indianaros.is og er tekið fagnandi.
Athugið að Indíana Rós ber enga ábyrgð á innihaldi hvers fræðsluefnis heldur er einungis að vísa í efni sem Indíana sjálf notar eða hefur verið bent á. 

Fjöldi fræðsluefnis

46

🇮🇸

Samvinna eftir skilnað

Fræðsluvefur

Ókeypis stafrænt og gagnreynt námsefni sem hjálpar foreldrum að takast á við breytingar og áskoranir í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita.

Einnig er fræðsla fyrir fagfólk á vefnum.

🇮🇸

Lífið er kynlíf

Bók

Bók eftir Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðing. Í bókinni fer hún yfir aðferðir sem virka til að gera sambandið ekki bara bærilegt, heldur frábært. Lífið er kynlíf er um ástina, sambönd og kynlíf.

🇮🇸

112.is Ofbeldi í nánum samböndum

Fræðsluvefur

Fræðsluvefur Neyðarlínunar um ofbeldi í nánum samböndum.

🇺🇸

The birds and the bees

Fræðsluvefur

Fræðsluvefur með kynfræðsluefni fyrir einhverft fólk og fólk með þroskahömlun. Bæði er efni fyrir fólkið sjálft, foreldra þeirra og/eða kennara.

🇮🇸

Ö til A

Fræðsluvefur

Fræðsluvefur um ýmislegt tengt hinsegin málefnum.

🇺🇸

Post Baby Hanky Panky

Fræðsluvefur

Gott fræðsluefni um kynlíf eftir fæðingu og meðgöngu.

🇮🇸

Fávitar og fjölbreytileikinn

Bók

Hér er þriðja bókin í hinni lifandi og vinsælu seríu Sólborgar Guðbrandsdóttur: Fávitar. Nú fjallar hún um ýmsar hliðar hinseginleikans og fræðir unga sem aldna á mannamáli um alla liti regnbogans.

🇮🇸

Kynheilbrigði

Fræðsluvefur

Ýmiskonar fræðsluefni frá samtökum um Kynheilbrigði. Allt frá Getnaðarvörum yfir í kynlífsánægju!

🇮🇸

Aðeins færri fávitar

Bók

Önnur bók Sólborgar Guðbrandsdóttur. Hér er vangaveltum unglinga um samskipti kynjanna, kynlíf og sambönd svarað og áhersla lögð á sterka sjálfsmynd þeirra og sjálfsöryggi.

🇮🇸

Kynheilbrigði á Heilsuveru

Fræðsluvefur

Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Góða fræðslu um ýmis málefni t.d kynsjúkdóma, getnað, ofbeldi, meðgöngu o.s.frv.

🇮🇸

Rúmfræði

Hlaðvarp

4 þátta sería þar sem Indíana Rós og Sigga Dögg kynfræðingar svara nafnlausum spurningum sem þeim hafa borist í kynfræðslu. Miðað að fræðslu fyrir unglinga og fullorðið fólk.

🇮🇸

Hinseginleikinn

Fræðsluþættir

Fræðslumyndbönd þar sem fjallað er um hinsegin fólk á Íslandi, baráttu þeirra og líf. Um það bil 15 mín hver þáttur.

bottom of page