top of page
INDÍANA RÓS
Indíana Rós er sjálfstætt starfandi kynfræðingur og veitir faglega og skemmtilega fræðslu fyrir ýmiskonar hópa.
Indíana Rós er kynfræðingur með M.Ed gráðu í Human Sexuality frá Widener University, þar sem hún útskrifaðist árið 2020 en hún er einnig með BSc í Sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Hún hefur starfað við kynfræðslu frá árinu 2016 víðsvegar um landið, fyrir ýmiskona hópa, einstaklinga og stofnanir, bæði í ráðgjöf og fræðslu. Hún er formaður Kynís, Kynfræðifélag Íslands og hefur verið frá árinu 2019, en hún tók sæti í stjórn Kynís árið 2014.
Kynlífið hlaðvarp
Indíana Rós kynfræðingur fjallar um allt sem viðkemur kynlífi og kynheilbrigði á einn eða annan hátt!
Þú getur smellt hér til að hlusta, eða fundið hlaðvarpið á öllum helstu hlaðvarpsveitum!

bottom of page