top of page
klukkansex.jpeg

KLUKKAN SEX

Hlaðvarp Ungrúv

Hlaðvarp um allt sem þig langar að vita en þorir ekki að spyrja um. Fantasíur, sjálfsfróun, hinsegin, samskipti, einna nætur gaman. Tinder, getnaðarvarnir, gott kynlíf, kynlífstæki, losti! Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur stýrir fræðslu og umræðum ásamt Mikael Emil Kaaber

Klukkan Sex: Publications

EINNAR NÆTUR GAMAN

Þótt Wikipedia skilgreini einnar nætur gaman á einfaldan hátt geta málin flækst, einkum ef gripið er í Filipo Berio flöskuna eða samskiptin gleymast. Indíana Rós kynfræðingur og Mikael Emil eru með ýmsar pælingar um einnar nætur gaman og velta þeim fyrir sér í þessum fyrsta þætti Klukkan sex.

GETNAÐARVARNIR

Smokkur, pillan, lykkja? En hvað meir? Indíana Rós kynfræðingur og Mikael Emil fá Snædísi, varaformann Ástráðs, kynfræðslufélags læknanema við Háskóla Íslands, og renna yfir getnaðar- og kynsjúkdómavarnir. Þau ræða hvaða varnir eru í boði á Íslandi og hvernig þær virka, ásamt því að ræða kynsjúkdómapróf og vandræðalegheitin sem geta fylgt því.

GOTT KYNLÍF

Indíana Rós og Mikael ræða við Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur, sálfræðing og kynlífsráðgjafa, í hlaðvarpinu Klukkan sex um það sem liggur á hjarta margra: Hvernig verðum við góð í rúminu? Þau ræða líka ýmislegt fleira, til dæmis stellingar, klám, framhjáhald, mismunandi kynlöngun í samböndum og fjölkær sambönd.

SJÁLFSFRÓUN

Í þættinum ræða Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur og Mikael Emil Kaaber hispurslaust um allt sem við kemur sjálfsfróun.

KYNLÍFSTÆKI

Titrari, dildó, egg, rúnkmúffa, typpahringur, kynlífsdúkkur og tæki til endaþarmsörvunar. Er þetta eitthvað sem við öll þurfum að eiga eða er þetta einungis skemmileg viðbót? Indíana Rós kynfræðingur og Mikael Emil ræða kynlífstæki í fimmta þætti af Klukkan sex.

HINSEGIN

Föst í kynjatvíhyggjunni og gagnkynhneigða norminu? Ingileif Friðriksdóttir ræðir hinsegin málefni við Indíönu Rós Ægisdóttur kynfræðing og Mikael Emil Kaaber í sjötta þætti Klukkan sex.

KARLMENNSKAN

Karlmennska var umræðuefni 7. þáttar Klukkan sex. Indíana Rós kynfræðingur og Mikael Emil fengu Þorstein V. Einarsson, sem sér um samfélagsmiðilinn Karlmennskuna, til að kafa með sér ofan í hugmyndir um karlmennsku og hvaða áhrif þær hafa á okkur, sambönd og kynlíf.

FANTASÍUR

Fantasíur eru umræðuefni 8. þáttar. Indíana Rós kynfræðingur og Mikael Emil Kaaber spjalla við Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing, eða Siggu Dögg eins og hún er alltaf kölluð, til að kafa dýpra með sér í heim fantasía.

DEITMENNING

Deitmenning er umræðuefni 9. þáttar af Klukkan sex. Indíana Rós, kynfræðingur, og Mikael Emil Kaaber fjalla um stefnumót, hvar fólk kynnist, samskipti á meðan fólk deitar, það að verða skotin/nn og upplifa höfnun.

KYNFÆRI

Kynfæri er umræðuefni 10. þáttar Klukkan Sex þar sem Indíana Rós Kynfræðingur og Mikael Emil ræða hvernig kynfærin sem við fæðumst með virka. Þau stikla á stóru í virkni kynfæra, til að mynda gera þau tilraun til að útskýra tíðahringinn og sáðlát ásamt því að velta sér fyrir bragðinu á sæði.

bottom of page