top of page

GRUNNSKÓLAR

Fræðsla

Farið er á léttu nótunum yfir eftirfarandi viðfangsefni fyrir hvert aldursbil fyrir sig. Umræðuefnið er aðlagað að hverjum aldri fyrir sig og er fræðslan góð viðbót við þá fræðslu sem er nú þegar í skólum. Ég mæti hverjum og einum með virðingu að leiðarljósi, þar sem má spurja og forvitnast um allt og engar spurningar eru asnalegar. Áætlað eru 2 kennslustundir í hvert erindi, þar sem 45 mín - 1 klst. fer í fræðslu, og svo tími fyrir nafnlausar spurningar.

1.-4. BEKKUR

Spjöllum um líkamann, forvitni tengt því, hvernig hann virkar og hvað líkamspartarnir okkar heita. Skoðum öryggið okkar, hver okkar mörk eru og hvernig við veitum samþykki og setjum mörk. Hvað er snerting sem við getum verið örugg með og hvað er (óviðeigandi) snerting sem okkur líður ekki vel með, og hvað getum við þá gert. Kynnumst smá hinseginleikanum og hvernig við sýnum öllum virðingu, sama hvernig fólk er og hvern það vill elska. Svo að sjálfsögðu fjöllum við um hreinlæti.

5.-7. BEKKUR

Fjöllum um fjölbreytileikan, bæði þegar kemur til líkamans og hinseginleikans. Skoðum aðeins kynþroskann, kynfærin okkar og túr, tíðavörur og hvað er eðlilegt þegar kemur að túrverkjum. Við ræðum þá einnig um sjálfsfróun og kynlífsánægju, hvernig við setjum mörk og hvað ber að hafa í huga þegar kemur að samþykki. Við að sjálfsögðu sleppum þá ekki smá kynningu á smokknum og kynsjúkdómaprófum.

8. - 10. BEKKUR

Fjöllum um fjölbreytileikan, bæði þegar kemur til líkamans og hinseginleikans. Skoðum kynfærin og hvernig þau virka, skoðum túr, túrverki og tíðarvörur og hvenær túrverkir teljast of miklir. Sjálfsfróun og kynlífsánægja fá að sjálfsögðu að vera hluti að spjallinu, ásamt því við skoðum vel samþykki, hvernig það lítur út og hvernig við lærum á okkar mörk og setjum þau. Förum þá inn á smokkinn, sleipiefni, töfrateppi og kynsjúkdómapróf.

bottom of page