top of page

ÞJÓNUSTA

Indíana bíður upp á ýmiskonar fræðslur, fyrirlestra og skemmtanir og hefur gert frá árinu 2016.  Hún starfar einnig við ráðgjöf fyrir ýmiskonar aðila, t.d. sveitarfélög og stofnanir.


Fræðslur eru sniðnar að hverjum hóp og hægt er að hafa samband ef ykkur vantar fræðslu varðandi ákveðin atriði.

Kynfræðsla er engum óviðkomandi og hefur Indíana til að mynda verið með fræðslur fyrir;

- Starfsfólk og annað fagfólk skóla.

- Starfsfólk málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg.

- Foreldrar í WOMEN, Samtök kvenna af erlendum uppruna.

- Sjálfboðaliðar í Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða Krossins.

- Þjónustuþegar hjá Ljósinu, endurhæfingu og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.

- Ástráður, kynfræðslufélag læknanema.

- Foreldrahópar í ýmsum kirkjum og bókasöfnum.

- Skemmtanir í gæsunum og vinahópum.

og margt fleira!

Kynfræðsla: Text

GRUNNSKÓLAR

Fræðsla

Farið er á léttu nótunum yfir eftirfarandi viðfangsefni fyrir hvert aldursbil fyrir sig. Umræðuefnið er aðlagað að hverjum aldri fyrir sig og er fræðslan góð viðbót við þá fræðslu sem er nú þegar í skólum. Ég mæti hverjum og einum með virðingu að leiðarljósi, þar sem má spurja og forvitnast um allt og engar spurningar eru asnalegar. Áætlað eru 2 kennslustundir í hvert erindi, þar sem 45 mín - 1 klst. fer í fræðslu, og svo tími fyrir nafnlausar spurningar.

1.-4. BEKKUR

Spjöllum um líkamann, forvitni tengt því, hvernig hann virkar og hvað líkamspartarnir okkar heita. Skoðum öryggið okkar, hver okkar mörk eru og hvernig við veitum samþykki og setjum mörk. Hvað er snerting sem við getum verið örugg með og hvað er (óviðeigandi) snerting sem okkur líður ekki vel með, og hvað getum við þá gert. Kynnumst smá hinseginleikanum og hvernig við sýnum öllum virðingu, sama hvernig fólk er og hvern það vill elska. Svo að sjálfsögðu fjöllum við um hreinlæti.

5.-7. BEKKUR

Fjöllum um fjölbreytileikan, bæði þegar kemur til líkamans og hinseginleikans. Skoðum aðeins kynþroskann, kynfærin okkar og túr, tíðavörur og hvað er eðlilegt þegar kemur að túrverkjum. Við ræðum þá einnig um sjálfsfróun og kynlífsánægju, hvernig við setjum mörk og hvað ber að hafa í huga þegar kemur að samþykki. Við að sjálfsögðu sleppum þá ekki smá kynningu á smokknum og kynsjúkdómaprófum.

8. - 10. BEKKUR

Fjöllum um fjölbreytileikan, bæði þegar kemur til líkamans og hinseginleikans. Skoðum kynfærin og hvernig þau virka, skoðum túr, túrverki og tíðarvörur og hvenær túrverkir teljast of miklir. Sjálfsfróun og kynlífsánægja fá að sjálfsögðu að vera hluti að spjallinu, ásamt því við skoðum vel samþykki, hvernig það lítur út og hvernig við lærum á okkar mörk og setjum þau. Förum þá inn á smokkinn, sleipiefni, töfrateppi og kynsjúkdómapróf.

Kynfræðsla: List

EINSTAKLINGAR EÐA PÖR

Fræðsla fyrir eldri en 18 ára.

Athugið að einstaklings/para fræðsla er ekki kynlífsráðgjöf. Í kynlífsráðgjöf er unnið t.d. með fyrrum áföll, kynlífsvandamál, samskiptaerfiðleika og veitt meðferð, en í fræðslu eru veittar ráðleggingar og fræðsla um ýmislegt sem viðkemur kynheilbrigði, samböndum og kynhegðun. Ef þú vilt bóka tíma bið ég þig stuttlega að lýsa því sem sem þú vilt fræðslu eða aðstoð við og ef ég tel það falla utan fyrir mína þekkingu og færni vísa ég þér áfram til viðeigandi fagaðila.

Ég mæti ykkur með virðingu að leiðarljósi og engar spurningar eða pælingar eru asnalegar. Ég mun svara öllum ykkar pælingum og ef ég veit ekki svarið, mun ég komast að því svo þið getið verið viss um að vera með áreiðanlegar upplýsingar.

EINSTAKLINGAR OG PÖR

Byggt á því sem þú óskar eftir veiti ég einstaklingsbundina fræðslu og ráðleggingar í. Þetta getur verið allt milli himins og jarða, t.d. fræðslu um tíðahringinn til þess að reyna eignast barn, spjall um mismunandi getnaðarvarnir og virkni þeirra, spurningar og vangaveltur varðandi hinseginleikann. Ráðleggingar varðandi hvernig megi ræða við maka um óskir eða þráir. Aðstoð við að setja mörk og hvernig er hægt að gefa skýrt samþykki. Að sjálfsögðu má einnig ræða sjálfsfróun, kynlífsánægju og fullnægingar.

FORELDRAR

Fjölskyldur eru órjúfanlegur partur af kynfræðslu. Kynfræðsla á að vera samtal sem byrjar strax heima þegar börn eru ung, með fræðslu og samtali sem er viðeigandi fyrir þeirra aldur. Börnin okkar eiga rétt á réttum upplýsingum og viðeigandi stuðning og er kynfræðsla okkar helsta vopn gegn ofbeldi.  Byggt á aldri barns/barna ykkar ræðum við hvað er almennt rætt í kynfræðslu á þeim aldri,  hvernig má taka kynfræðslu heima fyrir og svara spurningum um kynlíf.

NÝBAKAÐIR FORELDRAR

Fræðsla fyrir pör og einstaklinga í nýju hlutverki. Sama hvort það er fyrsta barn eða fimmta. Við spjöllum saman um líkamlegar breytingar, óþægindi eða verki í kynlífi og ráð við því. Ræðum hvernig megi hlúa að sambandinu á krefjandi tímabilinu og hvernig dýnamíkin getur breyst.

Kynfræðsla: List
bottom of page