EINSTAKLINGAR EÐA PÖR
Fræðsla fyrir eldri en 18 ára.
Athugið að einstaklings/para fræðsla er ekki kynlífsráðgjöf. Í kynlífsráðgjöf er unnið t.d. með fyrrum áföll, kynlífsvandamál, samskiptaerfiðleika og veitt meðferð, en í fræðslu eru veittar ráðleggingar og fræðsla um ýmislegt sem viðkemur kynheilbrigði, samböndum og kynhegðun. Ef þú vilt bóka tíma bið ég þig stuttlega að lýsa því sem sem þú vilt fræðslu eða aðstoð við og ef ég tel það falla utan fyrir mína þekkingu og færni vísa ég þér áfram til viðeigandi fagaðila.
Ég mæti ykkur með virðingu að leiðarljósi og engar spurningar eða pælingar eru asnalegar. Ég mun svara öllum ykkar pælingum og ef ég veit ekki svarið, mun ég komast að því svo þið getið verið viss um að vera með áreiðanlegar upplýsingar.
EINSTAKLINGAR OG PÖR
Byggt á því sem þú óskar eftir veiti ég einstaklingsbundina fræðslu og ráðleggingar í. Þetta getur verið allt milli himins og jarða, t.d. fræðslu um tíðahringinn til þess að reyna eignast barn, spjall um mismunandi getnaðarvarnir og virkni þeirra, spurningar og vangaveltur varðandi hinseginleikann. Ráðleggingar varðandi hvernig megi ræða við maka um óskir eða þráir. Aðstoð við að setja mörk og hvernig er hægt að gefa skýrt samþykki. Að sjálfsögðu má einnig ræða sjálfsfróun, kynlífsánægju og fullnægingar.
FORELDRAR
Fjölskyldur eru órjúfanlegur partur af kynfræðslu. Kynfræðsla á að vera samtal sem byrjar strax heima þegar börn eru ung, með fræðslu og samtali sem er viðeigandi fyrir þeirra aldur. Börnin okkar eiga rétt á réttum upplýsingum og viðeigandi stuðning og er kynfræðsla okkar helsta vopn gegn ofbeldi. Byggt á aldri barns/barna ykkar ræðum við hvað er almennt rætt í kynfræðslu á þeim aldri, hvernig má taka kynfræðslu heima fyrir og svara spurningum um kynlíf.
NÝBAKAÐIR FORELDRAR
Fræðsla fyrir pör og einstaklinga í nýju hlutverki. Sama hvort það er fyrsta barn eða fimmta. Við spjöllum saman um líkamlegar breytingar, óþægindi eða verki í kynlífi og ráð við því. Ræðum hvernig megi hlúa að sambandinu á krefjandi tímabilinu og hvernig dýnamíkin getur breyst.